Skýrsla stjórnar

Ávarp formanns

Ég vil þakka öllum félögum í Golfklúbbnum Oddi fyrir samstarfið á nýliðnu starfsári. Þetta starfsár, var viðburðarríkt, við héldum Evrópumót stúlknalandsliða og áfram hélt sú mikla aukning iðkandi í golfíþróttinni sem við höfum séð undanfarin ár. Nú er svo komið að ekki erum við einungis með fulla skráningu í klúbbinn heldur má segja að allt okkar starfssvæði sé í 100% afköstum, er þá sama hvort um ræðir Urriðavöll, Ljúfling eða æfingasvæði okkar. Um fjögur hundruð manns eru nú á biðlista eftir að fá að ganga í klúbbinn og litlar líkur á að við náum að bjóða öllum þeim sem sóttu um 2021 aðild fyrir næsta vor.

Félagsmenn Golfklúbburinn Oddur

0
FÉLAGAR
0,8%
KONUR
0,2%
KARLAR
[wpdatatable id=8]
[wpdatachart id=1]
[wpdatachart id=2]

Skýrsla afreksnefndar

Okkar keppnisfólk náði góðum árangri á árinu. Keppnissveit kvenna 65+ sigraði á fyrsta óformlega Íslandsmóti golfklúbba sem haldið var á vegum LEK. Axel Óli Sigurjónsson náði Íslandsmeistaratitli með sameiginlegri keppnissveit GO og GS á Íslandsmóti golfklúbba 19 - 21 árs og við áttum fulltrúa í landsliði LEK 55+ sem keppti í Frakklandi. Að sjalfsögðu áttum við svo fulltrúa á Íslandsmótinu í golfi og flotta fulltrúa í klúbbakeppnum í meistaraflokkum karla og kvenna og flokkum eldri kylfinga karla og kvenna.

LESA MEIRA

Félagsstarf 2022

Félagsstarfið í ár snerist að mestu leiti í kringum mótahald og veilsuhöld að þeim loknum en mikið var gaman að þurfa ekki að hugsa um takmarkanir vegna Covid eða ytri aðstæðna. Að sjálfsögðu voru okkar konur í kvennanefndinni duglegar að halda úti hefðbundnum viðburðum og um það er hægt að lesa í skýrslu kvennanefndar. Árið var svo klárað með haustferð til Tenerife með GBFerðum og þótti sú ferð heppnast afskaplega vel enda frábært golfsvæði og hótel.

LESA MEIRA

Ársreikningur GO 2022

Rekstur Golfklúbbsins Odds gekk einstaklega vel á árinu 2022. Ljúflingur og æfingasvæði GO skiluðu flottri afkomu og félagafjöldi í GO er í hámarki og í dag eru um 400 manns á biðlista. Hægt er að skoða ársreikning og áætlun næsta árs með því að smella á hnappinn hérna fyrir neðan.

LESA MEIRA