Samstarf við aðra golfklúbba

Eftirfarandi golfklúbbar voru vinavellir GO árið 2022:

Golfklúbbur Brautarholts, Brautarholtsvöllur
Golfklúbbur Skagafjarðar, Hliðarendavöllur
Golfklúbbur Grindavíkur – Húsatóftavöllur
Golfklúbbur Suðurnesja – Hólmsvöllur
Golfklúbburinn Borgarnesi -Hamarsvöllur
Golfklúbburinn Leynir – Garðavöllur
Golfklúbburinn Hellu – Strandavöllur
Golfklúbburinn Glanni við Bifröst – Glannavöllur
Golfklúbbur Selfoss – Svarfhólsvöllur
Golfklúbbur Hveragerðis – Gufudalsvöllur
Golfklúbbur Vatnsleysu, Kálfatjarnarvöllur
Craigielaw Golf Club (SKOTLANDI)

Heimsóknir okkar félagsmanna á vinavelli voru mun fleiri á nýliðnu sumri en sumarið 2021.  Má það að mestu rekja til þess að á meðan á Evrópumótinu stóð, bauð klúbburinn upp á frítt spil á tvo velli.  Á Kálfatjarnarvöll á Vatnsleysuströnd og á Brautarholtsvöll á Kjalarnesi voru samtals leiknir 522 hringir þá viku.  Það er því ljóst að samningar okkar um spil á þessum völlum, gerðu lokun Urriðavalla ögn léttbærari en annars hefði orðið.